Rafeldsneyti til orkuskipta

Drifkraftur orkuskipta

Fjarðarorka vinnur að undirbúningi rafeldsneytisframleiðslu á Reyðarfirði til að framleiða 220 þúsund tonn af rafeldsneytinu ammoníaki til að knýja orkuskipti í skipum. Með því að nýta framleiðsluna á Reyðarfirði til orkuskipta er metið að hægt sé að draga úr útblæstri koltvísýrings um í kringum 500 þúsund tonn á ári. Til samanburðar var mæld losun frá sjávarútvegi á Íslandi 565 þúsund tonn árið 2021 og 860 þúsund tonn frá vegasamgöngum.

 

Vindorka knýr framleiðslu rafeldsneytis

Til að afla grænnar raforku fyrir rafeldsneytisframleiðslu áformar Fjarðarorka að byggja upp 350 MW vindorkugarð í Fljótsdalshreppi. Gerðir hafa verið lóðaleigusamningar við landeigendur og er undirbúningur vegna leyfa, skipulagsmála og umhverfismats hafinn.

 

Áform Fjarðarorku styðja við markmið stjórnvalda

Framleiðsla græns ammoníaks

Grænt ammoníak er sú tegund rafeldsneytis sem talin er henta best til orkuskipta í skipum. Það hentar betur til geymslu og flutninga en vetni og ekki sama kolefnisspor og metanól. Framleiðslan fer þannig fram að fyrst er framleitt vetni úr vatni og endurnýjanlegri orku. Því er síðan umbreytt í ammoníak með því að binda það við nitur sem fangað er úr andrúmsloftinu.

 

Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins að leiðarljósi

Við framleiðslu ammoníaks verða til hliðarafurðirnar varmaorka og súrefni. Nú þegar er hafin vinna við að greina hvernig hægt sé að nýta þessar hliðarafurðir til verðmætasköpunar í samstarfi við aðra aðila. Með því að nýta þær með hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins að leiðarljósi er hægt að skapa mikil tækifæri og virði fyrir samfélagið og atvinnulífið á Austurlandi. Sem dæmi væri hægt að nýta varmann til húshitunar á Reyðarfirði með uppbyggingu hitaveitu.

 

Framleiðsla rafeldsneytis og hringrás orkustrauma

Samstarfsvettvangur um nýtingu grænna tækifæra á Austurlandi

Til að styðja við þróun hringrásarhagkerfisins á Austurlandi tók Fjarðarorka þátt í stofnun Orkugarðs Austurlands ásamt Fjarðabyggð og fyrirtækjum á svæðinu. Orkugarður Austurlands er samstarfsvettvangur um nýtingu grænna tækifæra í tengslum við orkuskipti á Austurlandi.

 

Fjarðarorka

Fjarðarorka er í fullri eigu fjárfestingsjóðsins CI ETF I, sem er tileinkaður fjárfestingum í verkefnum tengdum grænu rafeldsneyti. Sjóðnum stýrt af Copenhagen Infrastructure Partners sem hefur mikla reynslu af þáttöku í fjárfestingum og uppbyggingu grænna orkusverkefna um allan heim.

 

This site is registered on wpml.org as a development site.