Geta séð helmingi flotans fyrir orku

Ísland er í einstæðri stöðu til framleiðslu á grænu rafeldsneyti, að sögn Jens Jødal Andersen, aðstoðarframkvæmdastjóra skipaeldsneytis hjá CIP, en í viðtali við Fiskifréttir á dögunum fjallaði hann meðal annars um möguleika Íslendinga til að framleiða eigið eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann.

Fjarðarorka vinnur að undirbúningi á Austurlandi til að framleiðslu á 220 þúsund tonnum af ammoníaki til að knýja orkuskipti í skipum, en CIP er bakhjarl Fjarðarorku í verkefninu.

Andersen segir í viðtalinu að þess sé vænst að sjávarútvegur verði stórnotandi ammóníaks fyrir skip. Einnig sé fyrirhugað að framleiðsla á grænu ammóníaki á Íslandi verði útflutningsvara til landa í norðvesturhluta Evrópu.

„Við getum framleitt yfir 200 þúsund tonn af ammóníaki á Íslandi árlega. Sú framleiðsla dygði til að sinna helmingi eldsneytisþarfar íslenska fiskiskipa- og farskipaflotans. Við vitum að orkuskipti á slíkum skala taka talsverðan tíma. Framundan er löng vegferð með mörgum tæknilegum áskorunum. Við erum í samstarfi við nokkur mjög áhugaverð innlend fyrirtæki og rætt er um hvernig hægt er að hefja þessa vegferð með yfirveguðum hætti. Gætu sjávarútvegsfyrirtæki innleitt þessa tækni til dæmis fyrir eitt skip til að byrja með, lært á tæknina og séð hvernig framvindan verður? Þegar allt kemur til alls verður sjávarútvegurinn, eins og aðrar atvinnugreinar, að stefna að kolefnishlutleysi. Spurningin er miklu fremur sú hvernig því markmiði verði náð.“

Viðtalið í heild sinni má lesa á vefsíðu Fiskifrétta. (https://fiskifrettir.vb.is/gaeti-sed-helmingi-skipaflota-islands-fyrir-orku/)

This site is registered on wpml.org as a development site.