Meirihluti jákvæður í garð rafeldsneytis-framleiðslu

Ríflega 70 þjóðarinnar eru jákvæð í garð framleiðslu á rafeldsneyti á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Fjarðarorku. Spurt var: „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú í garð framleiðslu á grænu rafeldsneyti á Íslandi“. Ríflega 72% þátttakenda sögðust frekar jákvæð, mjög jákvæð eða algerlega jákvæð í garð slíkrar eldsneytisframleiðslu, en aðeins 7,1% aðspurðra voru neikvæð í garð framleiðslunnar.

Þegar þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir vildu flytja inn rafeldsneyti eða framleiða það á Íslandi hækkaði hlutfallið enn og voru þá 87% aðspurðra fylgjandi eldsneytisframleiðslunni.

Þegar afstaða íbúa á Austurlandi er skoðuð sérstaklega, en sjálfstæð könnun var gerð á afstöðu þeirra, sést að svipað hlutfall þátttakenda er jákvætt í garð eldsneytisframleiðslu á Íslandi, eða rétt tæplega 70%, en þekking aðspurðra á rafeldsneyti er töluvert meiri í landshlutanum en á landinu öllu. Þannig sögðust 49% íbúa á Austurlandi hafa heyrt um rafeldsneyti og ríflega 20,6% sögðust vita hvað rafeldsneyti væri. Sambærilegar tölur fyrir landið allt voru 31,3% og 14,2%.

This site is registered on wpml.org as a development site.